Heimildarmynd um kvikmyndaplaköt væntanleg

Paul-Ainsworth-Twenty-Four-by-Thirty-Six-Poster-VariantKvikmyndaplaköt voru eitt sinn fyrst og fremst teiknuð listaverk fremur en markaðstól til þess að selja bíómiða. Þótt að það séu enn gerð frábær plaköt þá er til alltof mikið af tölvugerðum plakötum með stórum fljótandi hausum af frægustu leikurum myndarinnar.

Ný heimildarmynd í leikstjórn Kevin Burke sem kallast Twenty- Four by Thirty-Six fjallar um sögu kvikmyndaplakatanna og nýja byltingu sem hefur runnið af stað þar sem aðdáendur hafa tekið að sér að hanna og selja listræn plaköt. Þeir hanna bæði fyrir gamlar sem nýjar kvikmyndir og hefur myndast ákveðinn undirheimur þar sem aðdáendur selja og kaupa listræn kvikmyndaplaköt.

Hér á landi hefur þessi bylting náð festu og hefur skopteiknarinn Hugleikur Dagsson og költmyndahópurinn Svartir sunnudagar m.a. staðið fyrir árlegri plakatasýningu á vorin í Bíó Paradís, þar sem þekktir listamenn sýna verk sín.

Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.