Trommari beittur harðræði í verðlaunakvikmynd

Kvikmyndin Whiplash verður frumsýnd þann 10. október næstkomandi. Myndin fjallar um ungan trommuleikara og tónmenntarkennara hans, sem beitir trommarann sannkölluðum heraga. Kennarinn er leikinn af J.K. Simmons sem margir þekkja sem faðir Juno úr samnefndri mynd frá árinu 2007, en með hlutverk trommarans fer hinn efnilegi leikari Miles Teller.

Whiplash-5547.cr2

Whiplash vann tvö stærstu verðlaunin á Sundance-kvikmyndahátíðinni sem fór fram í Utah í janúar síðastliðinn. Myndin hefur verið sýnd á stærstu kvikmyndahátíðum heims og fengið frábærar viðtökur.

Fyrsta stiklan úr myndinni var sýnd á veraldarvefnum í dag og af henni að dæma má búast við afbrags góðri kvikmynd. Hér að neðan má sjá stikluna.