Smyglar sér baksviðs hjá frægustu hljómsveitum heims

7-rules-for-doing-coachella-and-summer-music-festivals-the-right-wayFrá árinu 2010 hefur hinn útsmogni Marcus Haney farið á yfir 50 tónlistarhátíðir án þess að borga sig inn. Þar má helst nefna Coachella, Bonnaroo, Rock Werchter og náði hann einnig að koma sér inn á Grammy-verðlaunahátíðina.

Að smygla sér inn á hátíðir var þó ekki nóg, en Maney hefur komið sér margoft baksvið þar sem frægustu tónlistarmenn og hljómsveitir heims koma fram.

Í nýrri heimildarmynd hans sem nefnist No Cameras Allowed sýnir Haney hvernig hann fer að og hófst þetta allt þegar hann byrjaði að falsa armbönd inn á hátíðir. Að komast baksviðs var þó meira mál, en Haney þóttist m.a. vera atvinnuljósmyndari til þess að komast framhjá öryggisvörðum.

Hér að neðan má sjá stiklu úr þessari athyglisverðu heimildarmynd sem fer með okkur í gegnum ferlið frá sjónarhorni þessum áhættusækna manni.

Uppfært 26/7: Stiklan hefur verið tekin niður vegna höfundarréttarbrota, en í stiklunni var notuð tónlist og myndefni af frægum tónlistarmönnum í leyfisleysi. Það er því spurning hvernig myndin mun þróast ef ekki verður gefið leyfi fyrir tónlist og myndefni af tónlistarmönnunum. Lögfræðingar tónlistarrisanna sýna enga miskun og geta höfundaréttarbrot gert út af við sjálfstæða kvikmyndagerðarmenn.