Örvæntingarfullur Gyllenhaal í Nightcrawler

JAKE-GYLLENHAAL-NIGHTCRAWLER-618-618x400Bandaríski leikarinn Jake Gyllenhaal fékk smjörþefinn af heimi glæpafréttamennsku þegar hann lék skopmyndateiknarann Robert Graysmith í mynd David Fincher, Zodiac, árið 2007.

Gyllenhaal snýr nú aftur í þann heim, en um er að ræða myndina Nightcrawler, eða Næturbrölt í lauslegri íslenskri þýðingu, sem er sjálfstæð framleiðsla og er myndinni leikstýrt af Dan Gilroy, en myndin er leikstjórnarleg fraumraun hans.

Myndin fjallar um ungan og metnaðarfullan mann, Lou Bloom, sem kynnist næturveröld hins lausráðna glæpafréttamanns í Los Angeles borg. Í nýju sýnishorni úr myndinni, sem má sjá hér fyrir neðan, þylur Bloom sömu ræðuna aftur og aftur í mikilli örvæntingu í von um að finna vinnu og er hans mottó í lífinu að maður vinnur ekki í lottó nema að afla sér pening til þess að kaupa miða.