Romanek leikstýrir forsögu The Shining

Mark Romanek mun leikstýra kvikmynd sem á gerast á undan sögusviði hinnar víðfrægu hrollvekju The Shining, sem var leikstýrð af Stanley Kubrick og byggð á bók eftir Stephen King. Romanek hefur áður leikstýrt myndum á borð við One Hour Photo og Never Let Me Go.

the-shining-1

Kvikmyndin mun heita The Overlook Hotel, en það er nafn hótelsins úr The Shining, og er því vitað mál að sögusviðið verði um leyndardóma hótelsins þar sem yfirnáttúrulegar verur eiga heimkynni.

Glen Mazzara er handritshöfundur myndarinnar, en hann er hvað þekktastur fyrir að skrifa og framleiða sjónvarpsþættina The Walking Dead, sem hafa notið mikilla vinsælda.

Stephen King mun ekkert koma að gerð myndarinnar, en hann er hinsvegar að skrifa framhaldssögu að The Shining og á hún að fjalla um persónuna Danny Torrance á fullorðinsárum.