Kóngulóarmaðurinn klífur á toppinn

spiderThe Amazing Spider-Man 2 trónir á toppi vinsældalista helgarinnar yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar í kvikmyndahúsum landsins. Myndin er framhald í nýjum þríleik Marc Webb um Kóngulóarmanninn sívinsæla.

Andrew Garfield endurtekur titilhlutverk sitt og Emma Stone snýr á nýjan leik sem Gwen Stacy. Í hlutverkum þorparanna þriggja sem koma við sögu í myndinni eru þeir Jamie Foxx, sem leikur Electro, Dane DeHaan, sem leikur Harry Osborn/Green Goblin og Paul Giamatti, sem leikur Rhino.

Í öðru sæti listans er önnur framhaldsmynd en hún er aftur á móti teiknuð. Um er að ræða teiknimyndina Rio 2. Myndin fjallar um páfagaukana Blu og Jewel sem flytja með krakkana og flytja til Amazon svæðisins. Jesse Eisenberg og Anne Hathaway ljá gaukunum raddir sínar.

Það er spennumyndin Divergent sem er þriðja aðsóknarmesta mynd helgarinnar. Myndin fjallar um Beatrice Prior, unglingsstúlku sem býr í Chicago í framtíðinni eftir að hamfarir hafa orðið á Jörðinni og samfélaginu hefur verið skipt upp í fimm fylkingar sem segja til um hvernig lífi fólk lifir. Tris var alin upp af hinni óeigingjörnu Abnegation fylkingu, en þegar kemur að prófinu sem sker úr um hvaða fylking hentar henni best, þá er henni sagt að það sé Divergent fylkingin, sem þýðir að hún mun aldrei passa inn í aðra fylkingu.

Screen Shot 2014-04-28 at 8.15.25 PM