Fyrsta sýnishornið úr síðustu þáttaröð True Blood

truebloodSjöunda þáttaröðin af hinum sívinsælu þáttum True Blood frá HBO mun verða hin síðasta. Sögusviðið í þáttunum er smábær í Louisiana þar sem menn og vampírur búa saman en þó kannski ekki beint í sátt og samlyndi þrátt fyrir að komið sé á markað gerviblóð á flöskum sem ætlað er að svala blóðþorsta vampíranna.

Serían hefur verið tilnefnd til fjölda Golden Globe verðlauna og hlaut ein þegar Anna Paquin var valin besta leikkonan. Þættirnir koma úr smiðju Alans Ball sem er hvað þekktastur fyrir þáttaröðina Six Feet Under.

Sjötta þáttaröðin endaði með því að mennirnir sýktu gerviblóðið sem vampírurnar hafa verið að drekka undanfarnar seríur, þessar sýktu vampírur verða því einskonar uppvakningar sem herja nú á smábæinn sem fær aldrei frið.

Hér að neðan má sjá fyrsta sýnishornið úr þáttaröðinni sem mun hefjast í sumar.