Skyggnst bak við tjöldin við gerð Noah á Íslandi

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Darren Aronofsky var tekin upp að hluta hér á landi síðasta sumar. Í myndinni leikur Russel Crowe biblíupersónuna Nóa.

Það var framleiðslufyrirtækið True North sem þjónustaði tökulið kvikmyndarinnar hér á landi. Um 150 íslenskir statistar og aukaleikarar komu að myndinni og álíka margir voru í starfsmannahópum í kringum myndina svo allt í allt, voru hátt í 300 Íslendingar sem komu að þessari stórmynd.

noah10

Myndin fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um Nóa og örkina hans. Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Emmu Watson, sem lék Hermione í kvikmyndunum um Harry Potter. Aðrir leikarar eru Ray Winstone, Anthony Hopkins og Jennifer Connelly.

Noah var í fjórar vikur í tökum hér á landi, tökustaðirnir voru fjölmargir, víðsvegar um landið. Hér að neðan má sjá nýtt myndband þar sem er skyggnst bak við tjöldin við tökur á kvikmyndinni á Íslandi.