Vonast til að leika tvíburabróðir í næstu mynd

vandammeBelgíska hasarmyndahetjan Jean-Claude Van Damme lék, eins og margir muna, illmennið í annarri The Expendables myndinni. Þar lék hann erkiskúrkinn Vilain, sem skarst í leikinn og drap einn úr liði hinna fórnarlegu og náði upplýsingum sem vísuðu honum á fimm tonn af plútóni.

Van Damme sagði við aðdáendaklúbb The Expendables á dögunum að hann vonaðist til að Sylvester Stallone myndi gera annað illmenni fyrir fjórðu myndina, sem væri tvíburabróðir Vilain.

„Herra Stallone er hugsjónarmaður. Hann gæti eflaust gert sterkari persónu en Vilain, og þá meina ég tvíburabróðir hans.“ var haft eftir Van Damme og hélt hann áfram „Ég ætla að láta Herra Stallone um að ákveða þetta því ég treysti ímyndunarafli hans“.

Hinn 53 ára gamli Van Damme er best þekktur fyrir hasarmyndir sem hann gerði á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og á sér umsvifamikinn áðdáendaklúbb.