12 Years a Slave kjörin besta kvikmyndin

12yearsÓskarsverðlaunin voru afhent í 86. sinn í Hollywood í nótt. Sjónvarpskonan og grínistinn Ellen DeGeneres var kynnir hátíðarinnar og þótti hún standa sem sig með ágætum.

Gravity hlaut flest verðlaun á hátíðinni og voru þau sjö talsins. Sigurvegari kvöldsins var þó kvikmynd Steve McQueen, 12 Years a Slave, en hún var kjörin besta kvikmyndin.

Jared Leto hlaut fyrstu verðlaun kvöldsins fyrir leik sinn í kvikmyndinni Dallas Buyers Club og flutti hann hjartnæma þakkarræðu til fjölskyldu sinnar. Aðalleikari myndarinnar, Matthew McConaughey hlaut einnig verðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni og var þetta hans fyrsta tilnefning.

Leikstjórinn Alfonso Cuarón var kjörinn sá besti í sínum flokki og fékk hann einnig verðlaun fyrir klippingu á myndinni Gravity. Tæknibrellurnar í Gravity hlutu einnig verðlaun, en Íslendingurinn Daði Einarsson vann m.a. við brellurnar í myndinni.

Athygli vakti að kvikmyndin Wolf of Wall Street hlaut engin verðlaun á hátíðinni, en myndin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og héldu margir spekingar að Leonardo DiCaprio myndi hreppa verðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni.

oscarselfie

Cate Blanchett var kjörin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir myndina Blue Jasmine og þakkaði hún leikstjóranum Woody Allen í þakkarræðu sinni. Lupita Nyong’o fékk svo verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í 12 Years a Slave.

Hér fyrir neðan er listi yfir tilnefningar og eru vinningshafar undirstrikaðir.

Besta kvikmynd
12 Years a Slave
Gravity
Dallas Buyers Club
American Hustle
Captain Phillips
Her
Nebraska
Philomena
The Wolf of Wall Street

Besta leikkona í aðalhlutverki
Amy Adams – American Hustle
Cate Blanchett – Blue Jasmine
Sandra Bullock – Gravity
Judi Dench – Philomena
Meryl Streep – August: Osage County

Besti leikari í aðalhlutverki
Chiwetel Ejiofor – 12 Years a Slave
Leonardo DiCaprio – The Wolf of Wall Street
Christian Bale – American Hustle
Bruce Dern – Nebraska
Matthew McConaughey – Dallas Buyers Club

Besta leikkona í aukahlutverki
Sally Hawkins – Blue Jasmine
Julia Roberts – August: Osage County
Lupita Nyong’o – 12 Years a Slave
Jennifer Lawrence – American Hustle
June Squibb – Nebraska

Besti leikari í aukahlutverki
Barkhad Abdi – Captain Phillips
Bradley Cooper – American Hustle
Jonah Hill – The Wolf of Wall Street
Michael Fassbender – 12 Years a Slave
Jared Leto – Dallas Buyers Club

Besti leikstjóri
Alfonso Cuarón – Gravity
Steve McQueen – 12 Years a Slave
David O. Russell – American Hustle
Martin Scorsese – The Wolf of Wall Street
Alexander Payne – Nebraska

Besta erlenda kvikmynd
The Broken Circle Breakdown (Belgía)
The Missing Picture (Kambódía)
The Hunt (Danmörk)
The Great Beauty (Ítalía)
Omar (Palestína)

Besta frumsamda handrit
American Hustle: Eric Singer, David O. Russell
Blue Jasmine: Woody Allen
Her: Spike Jonze
Nebraska: Bob Nelson
Dallas Buyers Club: Craig Borten, Melisa Wallack

Besta handrit byggt á áður útgefnu efni
Before Midnight: Richard Linklater
Captain Phillips: Billy Ray
12 Years a Slave: John Ridley
The Wolf of Wall Street: Terence Winter
Philomena: Steven Coogan

Besta teiknimynd í fullri lengd
The Croods
Despicable Me 2
Ernest & Celestine
Frozen
The Wind Rises

Besta heimildarmynd í fullri lengd
The Act of Killing
Cutie and the Boxer
Dirty Wars
The Square
20 Feet from Stardom

Besta kvikmyndataka
Gravity: Emmanuel Lubezki
Inside Llewyn Davis: Bruno Delbonnel
Nebraska: Phedon Papamichael
Prisoners: Roger Deakins
The Grandmaster: Philippe Le Sourd

Besta klipping
12 Years a Slave
American Hustle
Gravity
Captain Phillips
Dallas Buyers Club

Besta listræna stjórnun
12 Years a Slave
American Hustle
Gravity
The Great Gatsby

Her

Besta búningahönnun
American Hustle
The Great Gatsby
12 Years a Slave
The Grandmaster
The Invisible Woman

Besta hár og förðun
Dallas Buyers Club
Jackass Presents: Bad Grandpa
The Lone Ranger

Besta kvikmyndatónlist
The Book Thief: John Williams
Gravity: Steven Price
Her: William Butler og Owen Pallett
Saving Mr. Banks: Thomas Newman
Philomena: Alexandre Desplat

Besta lag
Despicable Me 2: Pharrell Williams (Happy)
Frozen: Kristen Anderson-Lopez, Robert Lopez (Let It Go)
Mandela: Long Walk to Freedom: Bono, Adam Clayton, The Edge, Larry Mullen Jr., Brian Burton (Ordinary Love)
Alone: Bruce Broughton (Alone Yet Not Alone)
Her: Karen O (The Moon Song)

Bestu tæknibrellur
Gravity
The Hobbit: The Desolation of Smaug
Iron Man 3
The Lone Ranger
Star Trek Into Darkness

Besta hljóðblöndun
Gravity
The Hobbit: The Desolation of Smaug
Captain Phillips
Inside Llewyn Davis
Lone Survivor

Besta hljóðklipping
All Is Lost
Captain Phillips
Gravity
The Hobbit: The Desolation of Smaug
Lone Survivor

Besta stutta heimildarmynd

Cavedigger
Facing Fear
Karama Has No Walls
The Lady In Number 6
Prison Terminal: The Last Days of Private Jack Hall

Besta stutta teiknimynd
Feral
Get a Horse!
Mr Hublot
Possessions
Room on the Broom

Besta leikna stuttmynd
Aquel no era yo
Just Before Losing Everything
Helium
Do I Have to Take Care of Everything?
The Voorman Problem