Portman vill Marvel kvenhetjumynd

Í nýlegu viðtali við vefmiðilinn SciFiNow gaf Thor: The Dark World leikkonan Natalie Portman það í skyn að væntanleg sé ofurhetjumynd frá Marvel Studios um kvenkyns ofurhetju, og það fyrr en seinna.

natalie portman

Hin Óskarsverðlaunaða leikkona lét þessar upplýsingar frá sér í viðtali þar sem hún var að kynna Thor: The Dark World:

„Það eru klárlega margar sterkar konur, en það verður spennandi þegrar kvenpersóna er orðin aðalpersóna, sem ég held að sé að gerast – ég hef heyrt að það sé á leiðinni – og, auðvitað, yrði aðalhetja sem væri ekki með hvítan húðlit einnig spennandi.“

Leikkonan virðist vera mun spenntari fyrir kvenkyns aðalhetju en einn af aðal stjórnendum Marvel, Stan Lee, sem hefur skapað margar þekktustu ofurhetjur samtímans, eins og Köngulóarmanninn til dæmis, en hann segir að bíómynd með kvenhetju sem aðalhetju, myndi aldrei virka því bíómyndir sem gerðar eru eftir teiknimyndasögum séu miðaðar að körlum.

Stan Lee, sem er 90 ára og stofnandi Marvel Comic, bætti við. „En, jú, kannski mun einhverntímann verða gerð mynd um Svörtu ekkjuna ( Black Widow ). Ég er viss um það. En málið er, konur hafa jafn gaman af þessum myndum og karlarnir.“

Thor: The Dark World verður frumsýnd 8. nóvember í Bandaríkjunum. Næst á eftir henni kemur Captain America: The Winter Soldier þann 4. apríl 2014. Guardians of the Galaxy kemur 1. ágúst á næsta ári, The Avengers: Age of Ultron verður frumsýnd 1. maí árið 2015, Ant-Man kemur í bíó 31. júlí 2015 og síðan halda myndirnar áfram að koma frá Marvel reglulega allt til 2017 og örugglega eftir það einnig.

Hér fyrir neðan eru nokkrar Marvel kvenkyns ofurhetjur:

Marvel-Girls-535x267

 

 

 

Stikk: