Man of Steel fær framhald

l_770828_66e34875Þó að það sé ekki búið að frumsýna Man of Steel þá voru Warner Bros rétt í þessu að tilkynna að það verði gerð framhaldsmynd.

Það eru einungis nokkrir dagar í frumsýningu Man of Steel og bíða eflaust margir spenntir eftir frumsýningardeginum. Aðdáendur geta byrjað að telja niður að nýju því nú hefur Warner Bros sent út tilkynningu þess efnis að leikstjórinn Zack Snyder og handritshöfundurinn David S. Goyer hafa báðir skrifað undir að taka þátt í Man of Steel 2.

Ekkert hefur heyrst úr herbúðum Christopher Nolan, hvort að hann sé laus eða hvort hann vilji taka þátt í verkefninu að nýju. Nolan hjálpaði til við handritið með Goyer og sá meðal annars um framleiðslu að Man of Steel. Nolan er þessa daganna að leggja lokahönd á nýjustu kvikmynd sína, Interstellar.

Aðalleikarinn Henry Cavill og leikkonan Amy Adams verða eflaust með í framhaldsmyndinni þó að viðunandi samningar hafi ekki verið gerðir við þau.

Staðfest hefur þó verið að Man of Steel 2 kemur í kvikmyndahús árið 2015.