Íslendingar í blóðugri BAFTA tilnefndri stuttmynd

Stuttmyndin Tumult, eftir Johnny Barrington með Ingvari E. Sigurðssyni, Gísla Erni Garðarssyni og Ívari Erni Sverrissyni á meðal leikenda, er tilnefnd til verðlauna sem besta stuttmyndin á bresku kvikmyndaverðlaunanna, BAFTA.

Myndin, sem er 14 mínútna löng, fjallar um ættbálk norrænna vígamanna sem þvælist um berangurslegt land eftir orrustu.

Höfðingi þeirra, nær dauða en lífi, sem leikinn er af Ingvari, er um það bil að láta völdin í hendur sonar síns þegar her af algjörlega nýju tagi verður á vegi þeirra.

Sjáðu blóðuga stiklu úr myndinni hér að neðan:

Good Night, stuttmynd sem Eva Sigurðardóttir framleiðir, sem við sögðum frá hér á síðunni á dögunum, er einnig tilnefnd til sömu verðlauna

BAFTA-verðlaunin verða afhent þann 10. febrúar.