Áfram spenna á toppnum

Ekkert lát er á vinsældum spennutryllisins The Bourne Legacy, með Jeremy Renner í aðalhlutverkinu, á DVD og Blu-ray. Myndin er nú á toppi DVD/Blu-ray listans,  þriðju vikuna í röð, en myndin hefur verið í fimm vikur á lista.

Bannáramyndin Lawless, með Tom Hardy og Shia Labeouf nýtur einnig mikilla vinsælda og fer upp um eitt sæti, úr þriðja í annað sætið, og er búin að vera í fjórar vikur á lista. Íslenska spennumyndin Svartur á leik sem gerist í undirheimum Reykjavíkur, hefur einnig verið að gera það gott og situr núna í þriðja sæti, niður um eitt, en myndin er búin að vera í 7 vikur á listanum.

Geimverugamanmyndin The Watch eftir Ben Stiller, stekkur upp um ein fimm sæti, úr níunda sæti í það fjórða og í fimmta sæti, upp um tvö á milli vikna, er Magic Mike, sem fjallar um karlkyns nektardansara.

Á topplistanum eru tvær nýjar myndir. Moonrise Kingdom fer beint í 13. sætið og Beasts of the Southern Wild fer beint í 15. sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér að neðan:

Stikk: