7. ágúst 2012 17:51 | Þráinn Halldórsson
Intouchables sigrar Klovn og Larsson
Intouchables varð aðsóknarhæsta mynd allra tíma hérlendis í flokki kvikmynda á tungumáli öðru en ensku og íslensku nú verslunarmannahelgina. Rúmlega 43 þúsund gestir hafa nú lagt leið sína á myndina, en heildartekjur Intouchables eru orðnar hvorki meira né minna en 45.029.552 kr.Intouchables tók þannig fram úr myndum eins og Klovn og Karlar Sem Hata Konur, en ljóst er að heildaraðsókn mun á endanum nálgast 60 þúsund manns sem telst einsdæmi fyrir kvikmynd af þessu tagi. Við erum vanari því að horfa á þess háttar aðsóknartölur fyrir Hollywood myndir með þekktum leikurum og með söguþræði byggðum á þekktu vörumerki líkt og James Bond, Batman eða Harry Potter.Intouchables mun halda áfram í sýningum í Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri á klukkustundar fresti til þess að anna eftirspurn.
Höfundur: Þráinn Halldórsson
24 ára liðþjálfi, hagfræðingur og kvikmyndanörd. Í þessari röð.
NÝLEGAR FRÉTTIR
13.10.2015
"Manos" og "Thundercrack!" á Blu
Hversu margir hafa beðið spenntir eftir þessu? Það er óhætt að fullyrða að næstu tvær útgáfurnar frá Blu-ray útgáfufyrirtækinu Synapse Films eru algjört „költ“ og unnendur lélegra mynda eiga hátíð í vændum; sér í lagi þegar „Manos: The Hands of Fate“ (1966) er höfð í huga. Trygginga- og áburðarsölumaðurinn Harold P. Warren tók veðmáli...
meira
13.10.2015
Nýr Anchorman bar í New York
Nýr Anchorman bar í New York
Þeir sem eru á leið til New York geta nú sett nýjan áfangastað á tékklistann hjá sér,  því búið er að opna barinn Stay Classy New York á lower east side í Manhattan, samkvæmt ktxs.com vefsíðunni. Barinn er til heiðurs Anchorman persónunni, fréttaþulnum glæsilega Ron Burgundy, sem Will Ferrell lék svo eftirminnilega í Anchorman 1 og 2, en á staðnum eru...
meira
13.10.2015
Nýtt í bíó - The Walk
Nýtt í bíó - The Walk
Hin ævisögulega kvikmynd The Walk verður frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Jafnframt verður myndin forsýnd í Háskólabíói á morgun, miðvikudag kl. 20:00. Myndin segir frá línudansaranum Philippe Petit sem lagði allt í sölurnar til að ganga á milli Tvíburaturnanna í World Trade Center byggingunni 7. ágúst 1974. Myndin...
meira
12.10.2015
Trúðar á toppnum!
Trúðar á toppnum!
Það eru engir aðrir en Íslandsvinirnir Frank og Casper í myndinni Klovn Forever sem sitja á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna, en myndin, sem er ný á lista, fékk meiri aðsókn en Everest, þó að mjótt hafi verið á munum. Þar með er þriggja vikna óslitinni sigurgöngu Everest á listanum lokið. Í þriðja sæti listans situr myndin sem var í...
meira
12.10.2015
Nýtt í bíó - Pan!
Nýtt í bíó - Pan!
Ævintýramyndin Pan eftir Joe Wright verður frumsýnd föstudaginn 16. október nk. í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík,  og í Laugarásbíói, Selfossbíói, Ísafjarðarbíói og Bíóhöllinni Akranesi. Svartskeggur sjóræningi, einvaldur í Hvergilandi, lætur menn sína ræna munaðarlausum börnum til að gerast þrælar hans við að...
meira
12.10.2015
Rauð og blóðug fyrsta stikla úr Triple 9
Rauð og blóðug fyrsta stikla úr Triple 9
Lögregluþjónn, sem sinnir starfi sínu af mikilli hugsjón, leikinn af Casey Affleck, reynir hvað hann getur að starfa í umhverfi gegnsýrðu af grimmum glæpamönnum og spilltum löggum í fyrstu rauðmerktu ( red band ) stiklu úr glæpa-dramanu Triple 9, sem kemur í bíó hér á landi í febrúar nk. Í stiklunni er þónokkuð um blótsyrði og ljótar og blóðugar...
meira
12.10.2015
Leikari hverfur - Fyrsta stikla úr Hail, Caesar!
Leikari hverfur - Fyrsta stikla úr Hail, Caesar!
Fyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd þeirra Joel og Ethan Coen, Hail, Caesar! Í myndinni er einvalalið leikara, en með helstu hlutverk fara Josh Brolin, George Clooney, Channing Tatum, Tilda Swinton, Ralph Fiennes, Jonah Hill, Frances McDormand, Christopher Lambert og Scarlett Johansson. Myndin segir frá reddaranum Eddie Mannix sem vinnur í kvikmyndaiðnaðinum...
meira
11.10.2015
Dramatík og kómedía í Reykjavík - Fyrsta kitla!
Dramatík og kómedía í Reykjavík - Fyrsta kitla!
Á dögunum kom út fyrsta kitlan úr nýrri íslenskri kvikmynd í fullri lengd, Reykjavík, eftir Ásgrím Sverrisson, en um er að ræða fyrstu leiknu kvikmynd Ásgríms í fullri lengd. Í frétt Klapptré.is segir að Reykjavík sé dramatísk kómedía um sambönd og samskipti sem gerist í samtímanum. "Samband Hrings við Elsu hangir á bláþræði. Þau og ung dóttir þeirra...
meira
11.10.2015
Rómantískustu atriði bíósögunnar
Rómantískustu atriði bíósögunnar
Hver eru rómantískustu atriði kvikmyndasögunnar? Breska blaðið The Independent fékk nokkra sérfræðinga í þeim efnum til að velja uppáhalds rómantíska atriði sitt í bíómynd og meðal þeirra atriða sem nefnt var, var atriðið með þeim Kate Winslet og Leonardo DiCaprio þegar Winslet kyssir Leo bless að eilífu í stórmyndinni Titanic.  Annar nefndi áramótaatriðið...
meira
10.10.2015
Karlinn á heimilinu
Karlinn á heimilinu
Kvikmyndir.is fór að sjá bíómyndina The Intern í gær með þeim Anne Hathaway og Robert De Niro í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um ekkil sem er kominn á eftirlaun. Hann reynir að fylla dagana hjá sér með ýmsu tómstundastarfi, en leiðist frekar þófið, og rekst á auglýsingu þar sem auglýst er eftir lærlingi í net - sprotafyrirtæki á hraðri uppleið. Þar ræður...
meira