Neeson er grjótharður í nýrri Taken 2 stiklu!

Það er komin ný stikla fyrir næstu mynd Liam Neeson, Taken 2, sem kemur í kvikmyndahús á Íslandi þann 5.október næstkomandi. Það er óhætt að segja að stiklan sé graníthörð.

Neeson snýr aftur sem fyrrverandi CIA fulltrúinn Bryan Mills, en í þetta skiptið er hann í fjölskyldufríi í Istanbúl. Hann endar á því að vera heimsóttur af gömlum vinum sem vilja honum ekkert nema illt, og nú verður öll fjölskyldan fyrir barðinu. Oliver Megaton (Columbiana, Transporter 3) leikstýrir ásamt því að meistari Luc Besson og Robert Kamen skrifa handritið.

 

Nýja stiklan sýnir okkur ekki mikið af áður óséðum atriðum, en við fáum að sjá dóttur Neeson í aðeins stærra hlutverki ásamt því að hlusta á óperusöng á meðan að Neeson hálsbrýtur menn. Mér finnst þessi stikla vera heilsteyptari en sú fyrsta og aðeins minna kaótísk – sem lofar góðu! Stikluna má sjá hér fyrir neðan (ég mæli með fullri skjámynd).

Stikk: