Íslendingur á kvikmyndahátíðina í Locarno

Kvikmyndagagnrýnandinn Ari Gunnar Þorsteinsson leggur land undir fót í næsta mánuði og heimsækir kvikmyndahátíðina í Locarno, en Ari var einn 8 kvikmyndagagnrýnenda sem valdir voru úr hóp umsækjenda til þess að taka þátt á hátíðinni. Mun hann meðal annars skrifa um kvikmyndirnar, taka viðtöl og upplifa allt það sem hátíðin hefur upp á að bjóða.

Fyrir þá sem ekki vita verður kvikmyndahátíðin í Locarno haldin nú í 65. skipti en meðal gesta á hátíðinni í ár má nefna Alain Delon, Charlotte Rampling, Ray Winstone, Roger Avery, Leos Carax, Harry Belafonte og Claire Denis. Ari Gunnar var einn 80 einstaklinga sem sóttu um pláss á hátíðinni, en hann er umsjónarmaður kvikmyndahlaðvarpsins Movie Homework Podcast ásamt Mariam Wolfe líkt og Kvikmyndir.is greindi frá fyrr í ár.

Áhugasamir geta fylgst með ferð Ara í hlaðvarpinu, en hann mun taka
upp sérstaka þætti frá Locarno, á heimasíðu þess moviehomework.com, á
twitter-síðu þess twitter.com/moviehomework og á Facebook síðu þess
facebook.com/moviehomework.

Kvikmyndir.is óskar Ara til hamingju og óskar honum góðs ferðar! Við munum fylgjast með úr fjarlægð í gegnum Movie Homework Podcast.