Bestu indímyndirnar til þessa

Kvikmyndavefsíðan Indiewire hefur birt lista yfir bestu indímyndirnar það sem af er ári. Vefsíðan er afar virt og einblínir nánast eingöngu á sjálfstæða kvikmyndageirann, þ.e. myndir sem ekki eru endilega framleiddar fyrir Hollywood markað og eru oftar en ekki gerðar fyrir minni pening en ella. Blaðamaður frá Indiewire heimsótti t.d. RIFF í september í fyrra.

Listarnir eru settir saman eftir áliti 200 kvikmyndagagnrýnenda sem hafa gefið hundruðum mynda einkunnir síðustu sjö mánuði eða svo. Myndirnar á listunum koma úr öllum áttum en þær sterkustu eiga það sameiginlegt að hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum eins og Cannes, Sundance, Toronto International Film Festival og Tribeca Film Festival.

Listinn er í raun fimmfaldur;

  • 10 bestu kvikmyndirnar sem hafa fengið kvikmyndahúsadreifingu (sem sagt sem sýndar hafa verið í kvikmyndahúsum en ekki farið beint á VOD/DVD)
  • 10 bestu heimildarmyndirnar
  • 10 bestu erlendu myndirnar
  • 10 bestu kvikmyndahátíðarmyndirnar
  • 10 bestu myndirnar með ensku tali

Þú getur nálgast listana með því að smella hér! 

Á listunum eru nokkrar myndir sem við ættum að kannast við, t.d. The Turin Horse (sýnd á RIFF), Moonrise Kingdom og The Raid: Redemption. Það kemur mér örlítið á óvart að Indie Game sé ekki talin ein af betri heimildarmyndum ársins, en það er önnur saga.