28. júní 2012 9:00 | Tómas Valgeirsson
Kvikmyndir.is forsýnir The Dark Knight Rises!


Júlímánuðurinn í ár verður sérstakur Batman-mánuður hér inná Kvikmyndir.is og við hendum þemanu í gang með frábærri tilkynningu, rétt eins og við munum klára það með stæl, látum og alvörubíói. Herlegheitin verða af öllum stærðum og gerðum og er allt þetta gert til að búa bíógesti undir lokamyndina í einhverjum virtasta þríleik sem hefur litið dagsins ljós frá því að Miðgarður var seinast opinn.

Í umræddum Batman-mánuði verður samt ekki alfarið fjallað um Christopher Nolan eða hans túlkun á Blökunni, heldur verða alls konar Blaka-tengdir pistlar í boði ásamt topplistum, með/á móti innslögum og kannski fáeinum umfjöllunum um gamla efnið sem mörgum er í dag alveg sama um (aumingja Burton og Schumacher).

Ef þú, lesandi góður, lumar kannski á þér skemmtilegum Batman-tengdum skoðunum sem þú vilt koma sérstaklega á framfæri, sendu mér þá tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is, segðu hvað þig langar til að gera og það er aldrei að vita nema við birtum eitthvað eftir þig. Því fleira, því hýrra.

Svo verða fáeinir leikir í gangi út mánuðinn í tengslum við myndina. Því miður munum við ekki gefa boðsmiða á forsýninguna okkar en það er aldrei að vita nema við bjóðum upp á eitthvað annað sem er alls ekki síðra.En ræðum nú aðeins þessa stórskemmtilegu forsýningu! Og áður en þið farið að hamra á kommentsvæðinu með sömu spurningunni ("Af hverju er þetta ekki í Egilshöll??") þá vil ég taka það skýrt fram að það fékkst ekki að sýna myndina á öðrum tíma heldur en var valinn á endanum. Föstudaginn, þann 20. júlí, verður haldin opin miðnæturforsýning (á s.s. aðfaranótt Laugardags, svo það sé örugglega á hreinu) í Egilshöllinni og strax í kjölfarið fleiri opnar forsýningar út alla helgina í öðrum bíóhúsum. Endilega tryggið ykkur miða á þær í tíma (því þetta mun allt seljast bráðum upp!) eða hafið þetta a.m.k. á bakvið eyrað.

Kvikmyndir.is forsýningin mun aftur á móti vera með öðruvísi sniði og ef það trekkir upp áhuga þinn, þá er hægt að lofa þér því að við munum ganga alla leið með þessa sýningu.

Mundu daginn. Föstudagurinn 20. júlí kl. 00:15 í Sambíóunum, Álfabakka. Þá ætlum við að rúlla The Dark Knight Rises í gegn, hlélausri og með fullum krafti (Power, takk fyrir!). Einnig verður okkar yndislega búningaþema í gangi þetta kvöld, þar sem við nördarnir viljum helst kveðja þennan þríleik með viðeigandi húllumhæi. Þeir sem vilja eru hvattir til þess að taka þátt í okkar stórskemmtilega "Mættu sem þinn uppáhalds Batman-karakter" þema og verða vægast sagt vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem koma í flottustu búningunum. Við munum kynna þessa gripi á næstunni. Trúið mér, ykkur mun langa í þá!

Tryggðu þér miða á þessa legendary forsýningu hér. Miðaverðið er 1550 kr. Við munum tilkynna það á Facebook-síðunni okkar þegar það selst upp.

Kíkið svo aftur á stikluna, bara til þess að drekkja inn þá hugsun að þessa mynd verður hægt að sjá eftir 22 daga.


(PS. Ef þið viljið kyrja með þessu geðsjúka "lagi" sem heyrist í gegnum alla traileranna, þá er textinn "Deh-say deh-say, bah-sah-rah bah-sah-rah" - gangi ykkur vel með það!)
Höfundur: Tómas Valgeirsson
NÝLEGAR FRÉTTIR
06.05.2015
Hrútarnir skornir - Fyrsta stikla!
Hrútarnir skornir - Fyrsta stikla!
Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Gríms Hákonarsonar, Hrútar, var frumsýnd á vef kvikmyndaritsins Variety í dag, en í stiklunni sjáum við bræðurna, bændurna og nágrannana, sem talast ekki við, Gumma og Kidda, sem leiknir eru af Sigurði Sigurjónssyni og Theodóri Júlíussyni. Þeir eru sauðfjárbændur, en eins og sést í stiklunni kemur upp riðuveiki og skera þarf...
meira
06.05.2015
Burton meiddist á tökustað
Burton meiddist á tökustað
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Tim Burton var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hann slasaðist við tökur á nýjustu mynd sinni, Miss Peregrine´s Home For Peculiars, í Blackpool á Englandi. Burton sem er 56 ára virðist hafa slasað sig þegar hann var í pásu, en var svo fluttur á Victoria spítalann. Eftir skoðun var honum leyft að snúa aftur og halda áfram störfum...
meira
05.05.2015
Avengers enn á toppnum
Avengers enn á toppnum
Ofurhetjumyndin Avengers: Age of Ultron trónir enn á toppi vinsældarlista yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum á Íslandi. Alls sáu tæplega 6.500 landsmenn myndina yfir helgina og hafa rúmlega 28.000 manns séð myndina frá frumsýningu. Tony Stark reynir að endurvekja gamalt friðarprógram en leysir um leið úr læðingi vélskrímslið Ultron sem á sér bara...
meira
05.05.2015
Vafasamar ákvarðanir í Pale Star - Tökum lokið!
Vafasamar ákvarðanir í Pale Star - Tökum lokið!
Tökum á kvikmyndinni Pale Star með Þrúði Vilhjálmsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni í aðalhlutverkum er nú nýlokið en myndin sem er spennudrama í fullri lengd er í leikstjórn Graeme Maley. Einnig fara með íslensk hlutverk í myndinni þau Björn Thors og ung stúlka, Freyja Björk Guðmundsdóttir. Í tilkynningu segir að Pale Star sé fjármögnuð af skoska kvikmyndasjóðnum...
meira
05.05.2015
Reeves snýr aftur í John Wick 2
Reeves snýr aftur í John Wick 2
Keanu Reeves hefndartryllirinn John Wick sló óvænt í gegn á síðasta ári, og því er ekkert að vanbúnaði að búa til mynd númer tvö, en samkvæmt frétt The Wrap, þá snúa allir aðalmennirnir aftur; þeir Keanu Reeves að sjálfsögðu, og leikstjórarnir David Leitch og Chad Stahelski. Handritshöfundurinn Derek Kolstad mætir sömuleiðis til leiks á ný. "Þar...
meira
05.05.2015
Forseti ráðinn í Independence Day 2
Forseti ráðinn í Independence Day 2
Gone Girl og CSI leikkonan Sela Ward hefur verið ráðin í hlutverk forseta Bandaríkjanna í stórmyndinni Independence Day 2, eftir Roland Emmerich. Vivica A. Fox, Jeff Goldblum, Liam Hemsworth, Jessie Usher, Maika Monroe og Charlotte Gainsbourg leika einnig í myndinni sem frumsýnd verður 24. júní á næsta ári, 2016, en þá eru liðin nærri 20 ár frá því fyrri myndin...
meira
05.05.2015
Carlyle óvart raðmorðingi í Edinborg
Carlyle óvart raðmorðingi í Edinborg
Trainspotting og The Full Monty leikarinn og BAFTA verðlaunahafinn skoski, Robert Carlyle,  mun frumsýna fyrstu mynd sína sem leikstjóri, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg, þann 17. júní nk. Myndin verður opnunarmynd hátíðarinnar.   Myndin heitir The Legend of Barney Thomson, en helstu leikarar eru Emma Thompson, Ray Winstone og Carlyle sjálfur. Myndin...
meira
05.05.2015
Frítt í bíó í dag á Áhugamál Íslendinga
Frítt í bíó í dag á Áhugamál Íslendinga
Frítt verður í bíó í dag kl. 19.30 - 22.00 í Háskólabíói, á heimildarmyndina Áhugamál Íslendinga, sem framleidd er af Fjórfilmu í samstarfi við Evrópu unga fólksins. Í myndinni er fylgst með ungum Íslendingum stunda áhugamálin sín sem eru hestamennska, siglingar, sjósund, björgunarsveitarstörf og skíðamennska. Myndin er 64 mínútur, samansett úr 5 pörtum...
meira
04.05.2015
Sjálfsmorðssveitin afhjúpuð
Sjálfsmorðssveitin afhjúpuð
Will Smith, Margot Robbie, Jai Courtney og Jared Leto eru meðal þeirra sem fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Sjálfsmorðssveitin (e. Suicide Squad). Leikstjórinn David Ayer, sem hefur getið sér gott orð fyrir skriðdrekamyndina Fury, afhjúpaði mynd af sveitinni í gær. Suicide Squad er byggð á samnefndri teiknimyndasögu frá DC- Comics þar sem mestu illmennin...
meira
04.05.2015
Albatross söfnun að ljúka - sjáðu fyrstu stiklu!
Albatross söfnun að ljúka - sjáðu fyrstu stiklu!
Fyrsta sýnishornið úr nýrri íslenskri kvikmynd, Albatross, er komið út, en framleiðandi myndarinnar er Flugbeittur kuti og leikstjóri er Snævar Sölvason. Í tilkynningu frá framleiðendum segir að nú stefni í að myndin verði sú fyrsta sem fjármögnuð verður í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina fund, en áhugasamir geta smellt hér og tryggt sér miða...
meira