Josh Brolin borðar kannski kolkrabba

Hin langlífa endurgerð kóresku myndarinnar Oldboy færist nær með hverjum degi sem líður, en eftir 4 ár í framleiðslu og með þriðja leikstjóran i stólnum fer eitthvað almennilegt skrið loks að koma á verkefnið. Það er nánast ár síðan að aðalleikari og leikstjóri myndarinnar voru afhjúpaðir og síðan þá hafa hinir mismunandi stórleikarar verið orðaðir við illmennið Adrian Pryce (Lee Woo-jin í upprunalegu) en án árangurs; nú hins vegar hefur verkefnið fundið Pryce í leikaranum Sharlto Copley, sem braust fram á sjónarsviðið sem aðalpersóna District 9, Wikus Van De Merwe.
Tvær af þremur lykilpersónum myndarinnar hafa þá fengið leikara, en sú þriðja er enn án nafns (Mi-do í upprunalegu) og í augnablikinu standa yfir viðræður við leikkonuna Elizabeth Olsen um að taka að sér hlutverkið.

Josh Brolin leikur Joe Douchett, fjölskyldufaðir sem er innilokaður í herbergi í 15 ár af engri sýnilegri ástæðu. Eftir að honum er sleppt upphefst blóðug leit að sökudólgunum sem endar á því að styrkja aðeins þau ummæli að fáfræðin sé himmnesk. Allt er þetta í leikstjórn Spike Lee og byggt á handriti Mark Protosevich.

Við kynningarviðburð fyrir myndina Men in Black III náði SlashFilm tali af Brolin og talaði hann stuttlega um bæði þær væntingar sem hann hafði til myndarinnar og þeirra sem aðdáendur hafa til hans: „Oldboy verður sannkölluð reynsla. Hún verður að minnsta kosti ekkert lík Men in Black, það get ég sagt þér. Ég elska Oldboy og Chan-wook Park er náinn vinur, þannig að ég sendi honum email fyrir nokkrum mánuðum og bað um blessun hans á verkefninu, því ef hann hefði neitað tæki ég ekki þátt. En ég virði kvikmyndina hans og við munum gera aðeins frábrugðnari mynd. Síðan er fólk fá einhverja hugmynd um Hollwood-útgáfu af henni? Við erum bara að gera öðruvísi útgáfu, nema með virðingu fyrir efnisviðnum. Mig hlakkar til! Ég hljóma frekar stressaður, því ég er það!“

Hann staðfesti síðan að þau myndu tækla hamra-bardagan mikla úr upprunalegu myndinni, en gaf aðeins í skyn að kolkrabbaátið fengi einnig nýja túlkun: „Það verða nokkrar breytingar, en mér finnst handritið virkilega gott. Það fær mig ennþá til að kasta því frá mér á ákveðnum punktum. Vá.“

Það er auðvitað vottur af öryggi í þeirri vitneskju að Brolin er aðdáandi Oldboy og verkefnið í heildina hljómar betra með hverri uppfærslu. Hún er hins vegar ekki væntanleg fyrr en í kringum haustið á næsta ári.