Áhorf vikunnar (9.-15. apríl)

Orrustuskip, nasistar á tunglinu og skallinn á Bruce Willis er svona það helsta sem skaut upp kollinum í bíó um helgina, en þótt þetta sé allt býsna súrrealískt og flippað í sameiningu held ég að það furðulegasta sem hafi verið sýnt um helgina hafi hiklaust verið Endhiran (Robot), indverska stórmyndin sem var (og er) sýnd á kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís. Ég er enn í „hvað-í-fjáranum-var-þetta??“ sjokki eftir að hafa horft á þá tjöru.

Svo vorum við að sjálfsögðu með epíska forsýningu á The Raid um daginn líka. Graníthörð hasarræma.

Reglurnar kunna allir. Take it away…