Þarf kannski að velja á milli Mystique og Katniss

jlawJennifer Lawrence er að verða ein eftirsóttasta unga leikkonan í bransanum, hún var svo heppin að landa hlutverki ungu útgáfunnar af Mystique í X-Men: First Class sem sló rækilega í gegn í fyrra og svo er á döfinni frumsýning á vísindaskáldskapnum The Hunger Games. Þar leikur hún Katniss Everdeen, keppanda í raunveruleikaþætti þar sem barist er til dauða.

Nú eru kvikmyndaverin sem framleiða myndirnar farin að huga að framhöldum á þessum myndum, talið er fullvíst að Hungurleikarnir muni slá í gegn og vilja jakkafötin hjá 20th Century Fox byrja að taka upp framhaldið, Catching Fire, strax í sumar. Á meðan vill Fox, sem framleiðir X-Men, taka upp í haust. Þó eru engar fastar dagsetningar komnar og því þarf það ekki að vera að tökurnar skarist en það verður að teljast líklegt að tökur á Catching Fire teygist fram á haust og því getur verið að Lawrence geti ekki leikið í þeim báðum. Þá þarf að ráða aðra leikkonu í staðinn fyrir hana.

hungergames

Persónulega fannst mér hún ekki rétta leikkonan í hlutverk Mystique því að hún er svo barnaleg í framan (fyrir utan það þá eru hún og Rebecca Romjin ekkert líkar) þannig að ég væri sátt ef önnur leikkona væri fengin í það hlutverk. Katniss er aðalpersónan í Hungurleikunum þannig að það yrði mun erfiðara að henda annarri í það hlutverk, svo hentar sú persóna henni mjög vel. Mystique hefur líka þann kost að geta breytt útliti sínu þannig að það væri auðvelt að afsaka breytt útlit hennar. Ef ég mætti ráða væri það Amber Heard sem fengi það djobb.

Hvað finnst ykkur? Á að skipta um leikkonu í annarri hvorri myndinni? Hverja mynduð þið vilja fá í staðinn?