11 ára býr til tölvuleiki fyrir krabbameinsveik börn

Connor Haines (vinstri) er 11 ára drengur sem hefur gaman af öllu tækjatengdu, og þá sérstaklega frá Apple. Með öllum forritum sem leyfa þér að búa til öpp og leiki fyrir iOS tækin hefur Connor tekið upp það skemmtilega áhugamál. Hann stofnaði svo sitt eigið fyrirtæki að nafni Flip Flop games. Í gegnum það hefur hann byrjað BElieve áætlunina. BElieve virkar þannig að krabbameinsveik börn á aldrinum 5-12 ára senda honum hugmynd að app eða leik sem þau vilja að verði búin til, og hann reynir sitt besta að uppfylla þá ósk. Barnið fær svo að velja hvort þurfi að borga fyrir appið, en ef þess þarf fer allur hagnaður til hina vinsælu Make-A-Wish stofnun.

Flip Flop Games eru núna búin að selja 1.400 öpp, og fer sú tala hækkandi. Connor segir að það taki 2-3 mánuði að gera appið að raunveruleika, en hann nýtur hverjar mínútu af því og mun halda því áfram. Þessi hugmynd mun án efa fara stækkandi og kæmi mér alls ekkert á óvart ef Flip Flop games væru að fara fá risastóra upphæð af peningum frá ýmsum stofnunum og nokkra starfsmenn til að hjálpa hinum 11 ára Connor með verkin. Áhugasamir geta skoðað vefsíðuna hans hér.