Viltu vinna milljón í bland við Star Trek

Picard er ekki sáttur

Tölvuleikjaheimurinn hefur verið þekktur fyrir margar skrítnar tilraunir, en ég held að þetta nái eflaust metinu. Hið sívinsæla Who want’s to be a millionare þema sameinast núna Star Trek þáttunum gömlu og skapar stemningu sem mun eflaust trylla lýðinn. Leikurinn virkar nákvæmlega eins og venjulegi spurningaþátturinn, nema það að allar spurningarnar snúast bara um Star Trek. Leikmaðurinn fær að velja einn af fjórum karakterum til að fara í gegnum spurningarnar og vinna sér inn milljón sem hann mun aldrei geta notað.

Allir klassisku eiginlegar spurningaþáttarins eru á staðnum. Þú getur hringt í vin, sem verður einn af aðal Star Trek karakterunum, fengið 50-50 og spurt áhorfendur. Það kaldhæðnislega við þetta allt samt er að leikurinn mun verða fáanlegur öllum nema Norður-Ameríku, Canada og Mexico. Þannig að það er nánast öruggt að leikurinn muni því miður ekki seljast í jafn mörgum eintökum og útgefendurnir, Deep Silver, vonast eftir.