2. júní 2011 12:24
Júníblað Mynda mánaðarins komið út
Á mánudaginn kom júníblað Mynda mánaðarins út, og er það glæsilegt og veglegt að venju. Forsíðumyndin í júní er nýjasta mynd eins fremsta kvikmyndagerðarmanns samtímans, J.J. Abrams, Super 8. Í tilefni þess fengum við viðtal við kauða, þar sem hann segir okkur m.a. frá þeim áhrifum sem átrúnaðargoðið Steven Spielberg hafði á myndina.

Það er ekki eina viðtalið í blaðinu, því í því eru einnig viðtöl við bæði James McAvoy og Michael Fassbender, sem leika aðalhlutverkin í X-Men: First Class, Kristen Wiig, sem er að slá í gegn með leik sínum í Bridesmaids, og gríngoðið Jim Carrey, sem leikur aðalhlutverkið í Mr. Popper's Penguins.

Fyrir utan viðtölin er að finna úrslit kosningarinnar um "Uppáhalds íslensku mynd þjóðarinnar", en við birtum 25 efstu myndirnar sem þið völduð hér á Kvikmyndir.is.

Meðal annarra greina má sérstaklega nefna grein um dægurlög sem eru ævinlega tengd ákveðnum kvikmyndum, hjátrú í Hollywood og nokkrar af þeim stjörnum sem við teljum að muni slá í gegn á næstu misserum.

Fyrir utan allt þetta er svo öll útgáfa mánaðarins, bæði í bíó og á DVD, rækilega kynnt, auk tölvuleikjaútgáfu mánaðarins.

Þið getið nálgast blaðið í bíóum, á leigum og öllum helstu sölustöðum DVD-mynda. Svo getið þið líka skoðað það beint hérna á vefnum.
blog comments powered by Disqus
NÝLEGAR FRÉTTIR
25.12.2014
13 ára Hollywood sambandi lokið
13 ára Hollywood sambandi lokið
Hollywood parið, leikstjórinn Tim Burton og leikkonan Helena Bonham Carter, eru skilin að skiptum eftir 13 ára samband. Talsmaður Bonham Carter staðfesti við AP fréttastofuna, að þau hefðu hætt saman fyrr á árinu. "Parið skildi í vinsemd, og hafa haldið áfram að vera vinir og tekið jafnan þátt í uppeldi barna sinna," sagði talsmaðurinn, Melody Korenbrot. Þau...
meira
25.12.2014
Verður fyrsta eiginkona Jobs
Verður fyrsta eiginkona Jobs
Katherine Waterstone hefur verið ráðin í hlutverk í myndinni Jobs, ævisögulegri mynd um stofnanda Apple tæknirisans Steve Jobs, sem nú er látinn. Waterstone mun leika fyrstu eiginkonu Jobs, en Jobs sjálfan leikur Michael Fassbender. Gamanleikarinn Seth Rogen mun leika meðstofnanda Apple, Steve Wozniak. Leikstjóri verður Danny Boyle og Aaron Sorkin skrifar handrit sem byggt...
meira
23.12.2014
Fyrsta stiklan úr Entourage
Fyrsta stiklan úr Entourage
Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Entourage var opinberuð í dag. Myndin er byggð á samnefndum þáttum sem voru sýndir á HBO frá árinu 2004 til ársins 2011. Seríunni lauk þar sem Ari, persónu Jeremy Piven var boðið að stjórna kvikmyndaveri. Vince gifti sig og Eric vann aftur ástina í lífi sínu. Með aðalhlutverk í myndinni fara þeir sömu og fóru með hlutverkin...
meira
23.12.2014
Klein trúlofaður
Klein trúlofaður
American Pie og Just Friends leikarinn Chris Klein, 35 ára, er trúlofaður. Samkvæmt tímaritinu People þá bað Klein kærustunnar Laina Rose Thyfault, 29 ára, á Venice Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum nú um síðustu helgi. Talsmaður Klein, Jaime Primak Sullivan, staðfesti þetta við tímaritið. "Chris og Laina eru mjög hamingjusöm og hlakka til að halda upp...
meira
23.12.2014
The Interview í bíó!
The Interview í bíó!
Sagan endalausa um grínmyndina The Interview, sem hætt var við að sýna vegna hótana Norður - Kóreumanna, sem voru óhressir með efnistök sem ganga út á það að menn eru gerðir út af örkinni til að myrða leiðtogann Kim Jong-Un, og sem sagðir eru hafa ráðist á Sony í tölvuárás, heldur áfram. Sony, sem áður ætlaði aldrei að sýna myndina, og svo að sýna hana...
meira
23.12.2014
Apaplánetuleikari látinn
Apaplánetuleikari látinn
Booth Colman, sem er frægur fyrir að leika apa og vísindamann í sjónvarpsseríunni Planet of the Apes frá áttunda áratug síðustu aldar, lést þann 15. desember sl., 91 árs að aldri. Colman lést í svefni í Los Angeles. Leikarinn fæddist í Portland í Oregon fylki, og stundaði nám við háskólann í Washington,  og háskólann í Michigan. Hann hóf feril sinn...
meira
23.12.2014
Star Trek fær Fast & Furious leikstjóra
Star Trek fær Fast & Furious leikstjóra
Justin Lin mun leikstýra næstu Star Trek mynd, Star Trek 3, að því er fram kemur í kvikmyndaritinu Empire. Í síðustu viku var sagt frá þeim sem líklegastir þóttu til að hreppa hnossið, þeim Justin Lin, Rupert Wyatt, Daniel Espinosa, Duncan Jones og Morten Tyldum, en Paramount hefur nú valið Fast & Furious leikstjórann Lin til verksins. Upphaflega átti Roberto...
meira
22.12.2014
Frumsýning - The Hobbit: The Battle of the Five Armies
Frumsýning - The Hobbit: The Battle of the Five Armies
Stórmyndin The Hobbit: The Battle of the Five Armies með Martin Freeman, Ian McKellen og Richard Armitage í aðalhlutverkum verður frumsýnd föstudaginn, 26. desember. Myndin verður sýnd um land allt. Myndin er sú síðasta um Bilbó Bagga (Freeman), Þorinn Eikinskjalda (Armitage) og dvergana þrettán. Föruneytið hefur endurheimt heimkynni dverganna frá drekanum Smeygni (Cumberbatch),...
meira
21.12.2014
The Interview sýnd frítt á netinu
The Interview sýnd frítt á netinu
Kvikmyndafyrirtækið Sony Pictures áætlar að sýna gamanmyndina The Interview frítt á vefsíðunni Crackle.com, en síðan er í eigu fyrirtækisins. New York Post greinir frá þessu. The Interview skartar þeim James Franco og Seth Rogen í aðalhlutverkum og hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu vikur sökum þess að yfirvöld í Norður-Kóreu hafa hótað öllu...
meira
21.12.2014
Ný mynd úr Everest
Ný mynd úr Everest
Ný mynd úr kvikmynd Baltasar Kormáks, Everest, hefur verið opinberuð af kvikmyndafyrirtækinu Universal Pictures. Á myndinni má sjá fúlskeggjaðann Jake Gyllenhaal í fararbroddi. Everest er byggð á sannsögulegum atburði, þegar átta fjallgöngumenn fórust í aftakaveðri á hæsta fjalli jarðar, Everest, 11. maí árið 1996 en það er mannskæðasta slys sem orðið...
meira