Dunst ber vitni í töskumáli

Hollywood stórstjörnurnar standa í ströngu á ýmsum sviðum. Nú er það Kirsten Dunst, sem þurfti að mæta í vitnastúkuna í máli gegn manni sem verið var að rétta yfir í annað sinn vegna þess að honum er gefið að sök að hafa hjálpað til við að stela veski leikkonunnar úr hótelherbergi í New York borg.

Hótelið var notað sem samastaður fyrir leikara árið 2007 þegar verið var að taka upp kvikmynd í grenndinni.

Dunst var skorinort þegar hún sagði sína hlið á málinu sem var sú að hún kom af kvikmyndasettinu og fann þá ekki 2.000 dala handtöskuna sína þar sem hún hafði skilið hana eftir.

Sá ákærði, James Jimenez var sakfelldur síðasta haust fyrir að hafa farið inn á svæðið í óleyfi, en kviðdómendur vildu að rétt að yrði yfir honum fyrir stuldinn einnig. Það er eimitt það sem verið var að gera þegar Dunst mætti í vitnastúkuna.

Það er tvær hliðar á öllum málum auðvitað, og lögfræðingur James segir að hann hafi bara slegist í hóp með vini sínum, sem hann hélt að hefði leyfi til að vera þarna, og þvælst með honum inn í hótelið.