Fimm fréttir – Ehle í erótík

jennifer ehleLeikkonan Jennifer Ehle á nú í viðræðum um að leika hlutverk Carla í Fifty Shades of Grey. Carla er móðir Anastasia Steele. Hún er fjórgift viljasterk kona úr Suðurríkjunum. Dakota Johnson leikur Anastasia og Charlie Hunnam leikur Christian Grey.

Leikarinn ungi og efnilegi Brenton Thwaites mun leika ásamt Gerard Butler, Nikolaj Coster-Waldau og Geoffrey Rush í Gods of Egypt. Thwaites leikur hinn mannlega Bek, sem gengur til liðs við guðinn Hóras.

Jennifer Ehle,  Anson Mount, Abigail Spencer og Marcus Thomas leika með John Travolta í The Forger. Philip Martin leikstýrir.  Christopher Plummer leikur einnig. Travolta er þjófur sem kaupir sig út úr fangelsi, fyrir eitt verkefni enn.

Metsölumyndin Gravity var næstum ekki gerð en menn áttu erfitt með að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að þéna á henni pening. Fyrst áttu Robert Downey Jr. og Angelina Jolie að leika hlutverkin sem George Clooney og Sandra Bullock léku að lokum.

Leikaraparið Halle Berry, 47 ára, og Olivier Martinez, 47 ára, eignaðist strák á dögunum. Nafn hans er Maceo Robert Martinez. Drengurinn fæddist á Cedars Sinai spítalanum í Los Angeles. Berry á fyrir Nahla 5 ára með Gabriel Aubrey.