Fimm fréttir – Eastwood skilinn, Scarlett trúlofuð

Scarlett Johansson, 28 ára, hefur trúlofast blaðamanninum Romain Dauriac. „Þau eru trúlofuð og mjög hamingjusöm,“ segir aðili þeim nákominn við People. Dauriac bað Johansson fyrir mánuði síðan. Hringurinn er gamaldags í Art Deco stíl.

Kate Bosworth, 30 ára, giftist Michael Polish, 42 ára, á búgarði í Philipsburg, Montana, 31. ágúst sl. Athöfnin fór fram utandyra. Um 50 – 75 nánir vinir og ættingjar sáu brúðina mæta á svæðið í hestvagni. Hjónin kynntust árið 2011 á tökustað Big Sur.

Aðdáendur 50 Shades of Grey skáldsagnanna eftir E.L. James eru margir ósáttir við að Charlie Hunnam og Dakota Johnson leiki aðalhlutverkin, og vildu sjá Matt Bomer leika Grey, og Alexis Bledel leika Steele. 7.000 undirskriftir hafa safnast á 24 tímum.

Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður Íslands og þriðji sterkasti maður heims leikur Ser Gregor Clegane, sem er kallaður Fjallið, eða The Mountain upp á ensku, í fjórðu þáttaröð sjónvarpsþáttanna Hásætaleikarnir (e. Game of Thrones). mbl.is segir frá þessu.

ClintEastwood-ThumbClint Eastwood, 83 ára, og Dina Eastwood, 48 ára, eru skilin eftir 17 ára hjónaband. Skilnaðurinn fór fram í vinsemd. Þau voru hætt að búa saman. „Clint hætti að elska Dina fyrir löngu síðan.“, segir heimildarmaður. Þau eiga eina dóttur saman, Morgan, 16 ára.