Erótíkin allsráðandi

Hin erótíska framhaldsmynd, Fifty Shades Freed, gerði sér lítið fyrir og hratt íslensku teiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn, af toppi íslenska aðsóknarlistans nú um helgina, en Lói fór niður í annað sætið með lítið eitt minni aðsókn en toppmyndin. Þriðja sætið féll svo sjálfum Winston Churchill í skaut í myndinni Darkest Hour, en hún fór upp um þrjú sæti á milli vikna.

Í Bandaríkjunum fór Fifty Shades einnig beint á toppinn.

Þrjár nýjar myndir til viðbótar eru á topplistanum þessa vikuna. Í áttunda sæti er nýja Clint Eastwood myndin The 15:17 to Paris, í 22. sæti er In the Fade og í því 26. er hin þýska Wild Mouse. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: