Dude-ísk Blu-ray samkoma í New York

Hin goðsagnakennda mynd Cohen bræðra, The Big Lebowski, kom út á Blu-ray í gær í Bandaríkjunum og af því tilefni var efnt til samkvæmis þar sem aðalleikarar og aðrir aðstandendur komu saman í New York og gerðu sér glaðan dag.
Í vídeóinu hér að neðan er spjallað við Jeff Bridges, sem lék aðalpersónuna, slugsarann The Dude, þar sem hann segir að myndin sé, þó hann segi sjálfur frá, ein af hans uppáhaldsmyndum, enda sé hann sífellt að taka eftir nýjum og nýjum smáatriðum í myndinni. John Goodman segir m.a. að það hafi verið auðvelt að leika í myndinni, Cohen bræður hafi lagt þetta svo vel upp fyrir hann. Julianne Moore segir að hún hafi verið sérstaklega ánægð og heppin að fá hlutverkið á sínum tíma.