Djúpið upp fyrir Halle Berry

Íslenska kvikmyndin Djúpið með Ólafi Darra Ólafssyni og leikstýrt af Baltasar Kormáki er vinsælasta vídeómyndin á Íslandi í dag.  Myndin kom út fyrir helgi og fór beint á topp DVD/Blu-ray listans íslenska.

djúpið

 

 

Halle Berry sígur niður í annað sæti listans í The Call eftir að hafa vermt toppsætið í síðustu viku og töframyndin Now You See Me er í þriðja sætinu. Í fjórða sæti situr gamanmyndin The Internship, sem gerist í höfuðstöðvum Google tæknirisans, og í fimmta sæti er svo framtíðarmynd þeirra Smith feðga, After Earth. 

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum, teiknimyndin Flóttinn frá jörðu sem fer beint í 12. sæti listans.

listinnnn