Cox borðaði sjálfdauða rollu

coxVina leikkonan Courtney Cox borðar sjálfdauða, drukknaða írska rollu í nýjum þætti af raunveruleikaseríu Bear Grylls, Running Wild, en í þáttunum gengur allt út á að bjarga sér úti í villtri náttúrunni.

“Það er engin ástæða,” sagði hin 52 ára gamla Cox, þar sem hún dregur dýrið út að sjó. “Við erum ekki að hjálpa neinum með því að færa til þessa rollu.”

En Bear Grylls svarar og segir “Við erum að sýna sjálfsbjargarviðleitni. Þetta verður kvöldmaturinn okkar.”

“Vá, þetta er ógeðslegt,” segir Cox þá. “Guð minn góður, ég skil ekki hvað er að gerast.”

“Hann er stórfurðulegur, ég get sagt ykkur það,” segir Cox.

Hér fyrir neðan talar Grylls um hvað er á matseðlinum í ferð þeirra:

Í þættinum fjallar Cox um álagið sem fylgir frægðinni og hvernig hún lagði sig fram um að halda unglegu útliti sem lengst, og segist sjá eftir ýmsum í þeim efnum.

Sjáðu myndbrot af því spjalli hér fyrir neðan: