Christian Bale: TDKR síðasta Batman myndin

Nú hefur leikarinn Christian Bale staðfest það sem Christopher Nolan hefur lengi gefið í skyn, en þriðja mynd Nolans í Batman seríunni geysivinsælu, The Dark Knight Rises, verður þeirra síðasta.

Í viðtali við MTV sagði Bale, sem fer með hlutverk Leðurblökumannsins, „Ég er mjög spenntur, því ef Chris [Nolan] heldur sér á sínu striki verður þetta síðasta myndin. Við verðum að gera eitthvað stórt. Ég veit ekki hvað hann hefur í huga en ég treysti honum algjörlega. Hann er frábær kvikmyndagerðarmaður.“

Michael Caine, sem fer með hlutverk Alfreds í þriðja sinn, sagði nýlega að handritið að myndinni yrði klárað í janúar og að tökur myndu hefjast í maí, en lokakaflinn í Batman þríleik Nolans kemur í kvikmyndahús 20. júlí, 2012.

– Bjarki Dagur