Cox borðaði sjálfdauða rollu

Vina leikkonan Courtney Cox borðar sjálfdauða, drukknaða írska rollu í nýjum þætti af raunveruleikaseríu Bear Grylls, Running Wild, en í þáttunum gengur allt út á að bjarga sér úti í villtri náttúrunni. “Það er engin ástæða,” sagði hin 52 ára gamla Cox, þar sem hún dregur dýrið út að sjó. “Við erum ekki að hjálpa neinum með […]

Eleven krúnurökuð

Netflix þættirnir Stranger Things hafa vakið mikla athygli að undanförnu, enda eru þeir bæði spennandi og vel leiknir, og hafa ýmsar skemmtilegar vísanir í “eitís” tímabilið, til dæmis eru sterkar vísanir til kvikmynda þess tímabils eins og E.T., Goonies, Stand By Me og verka Stephen Kings. Þættirnir gerast árið 1983, og fjalla um undarlega atburði í […]

Nýr Jack Ryan er fæddur

Office leikarinn John Krasinski, er á leið aftur á sjónvarpsskjáinn og nú í hlutverki Jack Ryan, í nýjum sjónvarpsþáttum sem sýndir verða á myndveitu Amazon vefjarsins. Nokkrar bíómyndir hafa verið gerðar eftir sögum spennusagnarithöfundarins Tom Clancy í gegnum tíðina, þar sem Jack Ryan er aðalpersóna, myndir eins og Jack Ryan: Shadow Recruit, með Chris Pine […]

Gibson kærir Glæpahneigð

Thomas Gibson, sem var endanlega rekinn úr Glæpahneigð ( Criminal Minds ) sjónvarpsþáttunum vinsælu á föstudag, eftir tímabundinn brottrekstur fyrr í vikunni, hefur ráðið stórt lögfræðifyrirtæki í Los Angeles til að undirbúa kæru á hendur framleiðendum þáttanna. Gibson, 54 ára, sem bæði lék í þáttunum og var að leikstýra einum þætti þegar hann var látinn […]

Shemar í Glæpahneigð svikinn af samleikara

Glæpahneigðarleikaranum ( Criminal Minds ) Shemar Moore hafa verið dæmdir 61,084 Bandaríkjadalir í bætur frá fyrrum samleikara sínum í þáttunum, Keith Tisdell, sem sveik góðgerðarfélag Moore, samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Los Angeles. Sagt er frá þessu á kvikmyndavefnum The Wrap. Moore og Tisdell urðu vinir eftir að sá síðarnefndi lék í tveimur þáttum af Glæpahneigð, persónu […]

Rappstríðið Drop the Mic verður sjónvarpssería

Bandaríska sjónvarpsstöðin TBS hefur pantað sérstaka sjónvarpsþáttaseríu sem byggð verður á Drop the Mic,  vinsælum innslögum úr The Late Late Show, spjallþætti breska spjallþáttastjórans James Corden. Þættir Corden eru sýndir í Sjónvarpi Símans. Stefnt er að frumsýningu á næsta ári, 2017, en TBS ætlar að láta gera 16 þætti af seríunni. Corden sjálfur mun ekki […]

Gibson vísað úr Glæpahneigð

The Wrap vefsíðan greinir frá því að Glæpahneigðar ( Criminal Minds ) leikaranum Thomas Gibson hafi verið vísað af tökustað sjónvarpsþáttanna eftir að hann sparkaði í fót handritshöfundar. Málið var tekið fyrir hjá CBS sjónvarpsstöðinni eftir að handritshöfundurinn kvartaði við umboðsmann sinn, samkvæmt frétt TMZ. Gibson, sem var einnig að leikstýra þættinum, hefur ekki sést á […]

Lúsifer fær Imperioli

Michael Imperioli sem lék m.a. í mynd Ólafs Jóhannessonar Stóra planið og hlutverk Christopher Moltisanti í The Sopranos þáttunum vinsælu, hefur verið ráðinn í hlutverk engils í annarri þáttaröð sjónvarpsþáttanna Lucifer. Um er að ræða hlutverk Uriel, eins af sjö erkienglum sem stjórna heiminum, en nafn hans hefur verið þýtt sem “Eldur Guðs” eða “Guð er […]

Allen er enginn James Dean

Fyrsta sýnishornið er komið út fyrir fyrstu sjónvarpsþáttaröð Woody Allen, Crisis in Six Scenes, en Allen gerir seríuna fyrir Amazon Studios. Allen, sem er orðinn 80 ára, heldur enn áfram að gera eina bíómynd á ári, og nýlega var nýjasta mynd hans Cafe Society frumsýnd í Bandaríkjunum, og á næsta ári er væntanleg mynd eftir […]

Castle í Modern Family

Castle leikarinn Nathan Fillion og gamanleikarinn Martin Short úr Three Amigos og fleiri myndum, munu leika gestahlutverk í áttundu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu Modern Family. Hætt var við framleiðslu lögguþáttanna Castle í maí sl. eftir að þættirnir höfðu gengið í átta ár samfleytt, en þar lék Fillion hlutverk rithöfundarins Rick Castle sem hjálpaði lögreglunni við úrlausn sakamála. Fillion […]

True Detective ekki dauð

Fyrsta þáttaröð sakamálaseríunnar True Detective á sjónvarpsstöðinni HBO, með þeim Matthew McConaughey og Woody Harrelson í aðalhlutverkum, sló í gegn sumarið 2014, bæði hjá gagnrýnendum og áhorfendum. Önnur þáttaröð, með þeim Vince Vaughn, Colin Farrell og Rachel McAdams í aðalhlutverkum, fékk ekki eins góðar viðtökur. Margir hafa velt fyrir sér hvort að ráðist verði í […]

Game of Thrones hættir eftir áttundu þáttaröð

HBO sjónvarpsstöðin hefur tilkynnt opinberlega að verðlaunasjónvarpsþættirnir vinsælu Krúnuleikar, eða Game of Thrones, muni ljúka göngu sinni eftir áttundu þáttaröð, en dagskrárstjóri stöðvarinnar, Casey Bloys segir að það hafi verið höfundar þáttanna, þeir David Benioff og D.B. Weiss  sem hafi tekið ákvörðunina. Búið er að sýna sex þáttaraðir af Game of Thrones. “Ég held að […]

Járnhnefi í New York – Fyrsta kitla!

Fyrsta kitlan fyrir Netflix sjónvarpsþáttaseríuna Iron Fist, eða Járnhnefi í lauslegri þýðingu, var kynnt á Comic-Con afþreyingarefnishátíðinni sem nú stendur yfir í San Diego í Bandaríkjunum. Netflix gerir seríuna í samstarfi við Marvel, en Iron Fist er Marvel-ofurhetja. Það var aðalleikarinn, Finn Jones, sem kynnti kitluna á hátíðinni. Miðað við það sem sjá má í kitlunni […]

Blá ofurhetja bjargar heiminum

Fyrsta mynd af Peter Serafinowicz í hlutverki sínu sem ofurhetjan The Tick hefur verið birt, en væntanlegir eru sjónvarpsþættir um hetjuna á Amazon streymisveitunni. Höfundur Tick er Ben Edlund, en teiknimyndaþættir um Tick komu fyrst í sjónvarpið árið 1994. Í þessari nýju útgáfu af sögunni þá er aðstoðarmaður Tick, Arthur Everest, leikinn af Griffin Newman, […]

Fjölbragðakappinn úr Trainwreck semur við LFE

Bandaríski fjölbragðaglímukappinn John Cena, sem allir sem séð hafa gamanmyndirnar Trainwreck og Sisters ættu að kannast við, John Cena, hefur skrifað undir samning við framleiðslufyrirtækið Leftfield Entertainment ( LFE ) um gerð ýmissa sjónvarpsþátta fyrir sjónvarp og stafræna miðla. Í myndinni hér að neðan er hann í rúminu með Amy Schumer í Trainwreck, en þar lék […]

Maðurinn frá Atlantis snýr aftur í bókarformi

Áður en hinn viðkunnanlegi Patrick Duffy birtist í hlutverki Bobby Ewing í „Dallas“ (1978-1991) lék hann aðalhlutverkið í skammlífri þáttaröð sem kallaðist „Man From Atlantis“ (1977-1978). Góðar og gildar ástæður eru fyrir því af hverju serían var tekin úr loftinu en grunnhugmyndin var lofandi og lengi vel hefur Duffy ætlað sér að fjalla frekar um […]

Leikur tvo ólíka bræður í Fargo 3

The Last Days in the Desert leikarinn Ewan McGregor hefur verið ráðinn í tvö hlutverk í þriðju seríu sjónvarpsþáttanna stórgóðu Fargo, en þættirnir hafa m.a. hlotið Emmy verðlaun. Rétt eins og í Last Days in the Desert, þar sem McGregor fór með tvö hlutverk ( Jesú og djöfullinn ) þá mun hann leika tvö hlutverk […]

Afi Superman fær sjónvarpsþátt

Bandaríska sjónvarpsstöðin Syfy hefur pantað prufuþátt frá Ian Goldberg og David Goyer ( Man of Steel, Batman v Superman: Dawn of Justice ) úr nýrri seríu sem heitir Krypton, með persónum úr DC Comics heiminum. Að venju þá munu gæði prufuþáttarins ráða úrslitum um hvort að pöntuð verður heil þáttaröð. Þættirnir gerast tveimur kynslóðum áður en […]

Rassfés í nýrri seríu

Bandaríska kapalsjónvarpsstöðin AMC kynnti nýja sjónvarpsþáttaseríu sína Preacher á WonderCon ráðstefnunni í Los Angeles sem nú stendur yfir. Stöðin birti þar í fyrsta skipti mynd af leikaraum Ian Colletti í hlutverki sínu sem hinn mjög svo sérstaki Eugene; í teiknimyndasögunum þekktur sem Arseface, eða Rassfés. Preacher, sem verður frumsýnd 22. maí nk. í Bandaríkjunum, er […]

Sameinuð á geðsjúkrahúsi

Emma Stone og Jonah Hill eiga í viðræðum um að leika í nýrri sjónvarpsseríu, Maniac, um mann sem lifir í eigin fantasíu- og draumaheimi, en í raunveruleikanum er hann lokaður inni á geðsjúkrahúsi. Bæði Hill og Stone munu leika sjúklinga á sjúkrahúsinu. Leikstjóri verður Cary Fukunaga. Ekki er búið að ákveða á hvaða sjónvarpsstöð serían verður sýnd. […]

Mistrið læðist inn í bæinn

Bandaríska kapalsjónvarpsstöðin Spike hefur ákveðið að láta gera prufuþátt fyrir þáttaröð sem gera á eftir nóvellu hrollvekjurithöfundarins Stephen King, The Mist, eða Mistrið. Mistrið er átakanleg saga um saklaust mistur sem læðir sér inn í lítið þorp, og veldur miklum usla. Framleiðandi er Christian Torpe, sem gerði dönsku gamanþáttaröðina Rita. “Við erum himinlifandi yfir að fá tækifæri til […]

Tom var týndur – birtist á ný

Í dag var fyrsta stiklan úr BBC sjónvarpsþáttunum nýju, Taboo, birt, en serían er eftir þá Ridley Scott, Steven Knight og Tom Hardy, sem einnig fer með aðalhlutverkið . Um er að ræða átta þætti.  Tökur standa nú yfir, en þættirnir hefja göngu sína á næsta ári, 2017. Taboo gerist árið 1814 og segir frá James […]

18 plaköt úr Game of Thrones

Í dag eru  nákvæmlega tveir mánuðir þangað til ný þáttaröð hinna geysivinsælu Game of Thrones þátta, sú sjötta í röðinni, hefur göngu sína. Framleiðendur hafa verið þöglir sem gröfin um hvað muni gerast í þáttunum og um nýja leikara og hlutverk þeirra. Fyrr í dag var birt nýtt plakat sem kom mörgum aðdáendum þáttanna í […]

Verður "fjandi góður" þjálfari

Live Free or Die Hard leikarinn Justin Long hefur verið ráðinn til að leika í prufuþætti nýrrar gamanþáttaraðar sem Warner Bros TV er að þróa, sem fjallar um fótbolta. Long mun leika fótboltaþjálfarann Marty Schumacher, sem er nýskilinn. Marty er haldinn ólæknandi bjartsýni, hann rekur íþróttavörubúð og er einnig “fjandi góður” þjálfari hjá flottu liði, […]

Top Model endurfæðist

Raunveruleikaþátturinn America´s Next Top Model, sem flestir héldu að hefði runnið endanlega sitt skeið, mun snúa aftur á VH1 tónlistarstöðinni, aðeins einum mánuði eftir að framleiðslu var hætt hjá The CW. Þættirnir höfðu gengið í 12 ár samfleytt. Frá þessu greinir The Hollywood Reporter. Helsta breytingin í þessari endurreisna þáttanna er að skapari og aðalstjarna, […]

Vinur í barnauppeldi

Matt LeBlanc, öðru nafni Joey í Friends, mun leika aðalhlutverkið í prufuþætti af nýrri gamanþáttaröð sem hjónin Jeff og Jackie Filgo hjá CBS Logo Featured 1 hafa skrifað, en LeBlanc er nú að hefja leik í nýrri þáttaröð af gamanþáttunum Episodes, eftir þá David Crane og Jeffrey Klarik. Talið er að það verði lokaþáttaröð þeirra þátta. Nýja […]

Miley Cyrus í Woody Allen seríu

Leik- og tónlistarkonan Miley Cyrus hefur verið ráðin í hlutverk í nýrri sex þátta sjónvarpsþáttaröð Woody Allen, sem enn hefur ekki fengið nafn. Deadline segir frá því að auk Cyrus muni Allen sjálfur leika í myndinni ásamt Small Time Crooks leikkonunni Elaine May. Um er að ræða fyrstu sjónvarpsþáttaröð Allen, og fyrsta verkefni Cyrus í sjónvarpi […]

Dr. Dre í nýrri 24

Straight Outta Compton leikarinn Corey Antonio Hawkins, sem fór í myndinni með hlutverk Dr. Dre, mun taka við byssuhulstrinu úr hendi Kiefer Sutherland í nýrri endurræsingu á sjónvarpsþáttaröðinni 24, 24: Legacy, sem Fox sjónvarpsstöðin er með í undirbúningi. Eins og við sögðum frá á dögunum þá verður Sutherland, og þar með aðalpersónan Jack Bauer, fjarri […]

Gillian hálfdrættingur á við David

Gillian Anderson, sem leikur annað aðalhlutverkið í nýrri 6 þátta seríu af Ráðgátum, eða X Files, segir að upphaflega hafi henni einungis verið boðinn helmingurinn af þeim launum sem hinn aðalleikarinn, David Duchovny, átti að fá fyrir nýju seríuna. “Þetta var áfall fyrir mig, sérstaklega miðað við allt sem ég hafði lagt á mig í […]

Ný 24 án Jack Bauer

Fox sjónvarpsstöðin hefur staðfest að næsta sería af spennuþáttunum 24 verði hliðarsería, og aðalsöguhetjan, Jack Bauer, komi þar hvergi við sögu. Variety kvikmyndaritið segir að serían, sem mun heita 24: Legacy, byrji í tökum síðar á þessu ári, og allir leikarar verði nýir. Þetta þýðir, eins og fyrr sagði, að Kiefer Sutherland, sem hefur leikið […]