Borat kominn á samfélagsmiðla

Borat nokkur Sagdiyev, dáðasta persóna leikarans Sacha Baron Cohen, er mættur á samfélagsmiðla og ekki lengi að sópa að sér fylgjendum. Á Twitter-síðunni hefur Donald Trump og kórónuveiran verið í brennidepli hjá bragðarefnum frá frá Kasakstan.

Eins og margir vita er Borat væntanlegur í framhaldsmynd og var sprellfjörugt sýnishorn gefið út á dögunum. Myndin verður gefin úr á næstu vikum í aðdraganda forsetakosninga og má finna á Amazon Prime streyminu þann 23. október næstkomandi.

Upphaflega átti framhaldið að bera titilinn Borat: Gift of Pornographic Monkey to Vice Premiere Mikhael Pence to Make Benefit Recently Diminished Nation of Kazakhstan, áður en heitinu var breytt í Borat Subsequent Moviefilm, og hefur Twitter-prófíll persónunnar reynst glæsileg auglýsing fyrir kvikmyndina.

„…he nice and did not want to hurt covid’s feelings“

Á rúmri viku voru fylgjendur komnir yfir 100 þúsund og er allt mögulegt þarna að finna, frá skondnum skotum á Bandaríkjaforseta til ýmissa skilaboða um faraldurinn og grímunotkun.

Hér má sjá fáein brot úr prófíl fréttamannsins, sem kveðst vera fyrstur Kasaka á „DikTok.“