Bíó og búningasýning – frímiðar í boði!

Búið er að keyra RIFF í gang og margir vita kannski ekki alveg hvar á að byrja, en þess vegna ætlum við að hjálpa þér þar og spreða nokkrum frímiðum á ansi hreint skemmtilega sýningu.

Comic Con Episode IV: A Fan’s Hope er nýjasta heimildarmynd Íslandsvinarins Morgan Spurlocks. Spurlock hefur áður verið tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir heimildarmynd sína Super Size Me frá árinu 2004. Í myndinni er fjallað um hina árlegu Comic Con ráðstefnu í San Diego sem laðar að sér þúsundir aðdáenda teiknimyndasagna á hverju ári. Verslunin Nexus er sérstakur bakhjarl á sýningu myndarinnar á RIFF í ár. Þeir hvetja alla til að mæta í búningi á þessa sérstöku sýningu á þessu fína föstudagskvöldi. Eftir sýninguna er gestum kvikmyndahátíðar boðið á efri hæð Sólon þar sem Nexus og RIFF munu standa sameiginlega að hófi. Besti búningurinn verður sérstaklega verðlaunaður af Nexus en allir gestir gætu hlotið óvæntan glaðning frá versluninni.

Ef þig langar að komast frítt á þessa sýningu í kvöld þá máttu senda tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is og segja í örstuttu máli af hverju þú elskar að vera nörd. Við hjá Kvikmyndir.is berum höfuð okkar hátt þegar kemur að okkar nördamenningu og gætum varla verið stoltari sem slíkir. Ef þú ert ánægður nörd er ekki spurning um annað en að við viljum fá þig með á þessa eldhressu sýningu!

Kl. 14:00 í dag fá vinningshafar sendan póst til baka.

Góða skemmtun.