Bill Murray: „Guð blessi hann“

Leikarinn Bill Murray hefur gefið út yfirlýsingu varðandi andlát Harold Ramis, en þeir unnu saman að fjölmörgum kvikmyndum á 9. og 10. áratugnum.

„Ég og Harold Ramis gerðum saman National Lampoon Show á Broadway, Meatballs, Stripes, Caddyshack, Ghostbusters og Groundhog Day. Hann lagði sitt af mörkum fyrir heiminn. Guð blessi hann.“

Ramis og Murray voru eitt vinsælasta gríntvíeyki 9. áratugsins og eiga þeir saman ógleymanleg atriði úr nokkrum af þeim kvikmyndunum sem taldar eru upp hér að ofan. Ramis snéri sér þó alfarið að handritsskrifum og leikstjórn í seinni tíð, á meðan Murray er enn einn vinsælasti leikari veraldar.

Photo of Stripes