Beckinsale flytur í draugahús

Channing-Tatum-channing-tatum-7798977-1280-1024Magic Mike leikarinn Channing Tatum á í viðræðum um að leika í Bad Romance sem Jonathan Levine leikstýrir. Tatum sést næst í  mynd Bennett Miller, Foxcatcher og 22 Jump Street. Hann talar einnig fyrir Superman í Lego myndinni.

12 Years a Slave leikarinn Michael Fassbender á í viðræðum um að leika mann sem vill hætta í fjölskyldufyrirtækinu, í glæpamyndinni Trespass Against Us. Adam Smith leikstýrir.

Bill Murray mun tala fyrir óþokkann í Dreamworks teiknimyndini B.O.O: Bureau of Otherworldly Operations. Myndin verður frumsýnd 5. júní. Aðrir leikarar eru Melissa McCarthy, Seth Rogen, Octavia Spencer og Jennifer Coolidge. Anthony Leondis leikstýrir.

Dan Aykroyd og Jill Scott munu leika í mynd um sálarsöngvarann James Brown, Get On Up í leikstjórn Tate Taylor ( The Help ). Chadwick Boseman leikur James Brown sjálfan.

Alan Arkin, Diane Keaton, Annette Bening, Theo James og Amanda Seyfried eiga öll í viðræðum um að leika í jólagrínmyndinni The Most Wonderful Time. I Am Sam leikstjórinn Jessie Nelson leikstýrir.

Patrick Wilson úr The Conjuring, mun taka við hlutverki Timoty Olyphant í dramanu The Man on Carrion Road um landamæralöggu sem rannsakar eiturlyfjaviðskipti sem fara úrskeiðis. Gonzalo López-Gallego leikstýrir.

Ethan Hawke úr Before Midnight, leikur í næstu mynd Alejandro Amenábar, Regression. Myndin mun tækla okkar innsta ótta og láta okkur finnast við vera mannleg og viðkvæm.

Game of Throne leikkonan Carice van Houten, mun leika í Incarnate á móti Aaron Eckhart. Eckhart leikur særingamann sem getur séð undirmeðvitund sjúklinga sinna. Van Houten leikur móður drengs sem djöfullinn hefur tekið sér bólfestu í.

Kate Beckinsale (Underworld) á í viðræðum um að leika í spennutryllinum The Disappointments Room sem leikstýrt verður af leikstjóra Eagle Eye, D.J. Caruso. Myndin fjallar um draugahús sem persóna Beckinsale flytur í með eiginmanni og syni.