Bardem Svartskeggur sjóræningi

bardemSpænska leikaranum Javier Bardem hefur verið boðið hlutverk aðalþorparans í ævintýramyndinni Peter Pan, um drenginn sem vildi ekki verða fullorðinn, sem Warner Bros kvikmyndaverið hyggst gera.

Joe Wright á í viðræðum um að leikstýra myndinni. Sagan er vel þekkt. Munaðarlaus drengur er tekinn inn í töfraheim Hvergilands, þar sem hann gerist bjargvættur og leiðir uppreisn gegn illum sjóræningjum. Bardem myndi leika foringja sjóræningjanna, Svartskegg.

Það er ekki erfitt að sjá Bardem fyrir sér í hlutverkinu, með flotta hárkollu og myndarlegt skegg.

Bardem hefur áður leikið óþokka. Hann vann Óskarsverðlaunin fyrir að leika klikkaðan morðingja í No Country for Old Men, og lék aðal þorparann í James Bond myndinni síðustu, Skyfall. Það má berja Bardem augum í bíó hér á Íslandi nú um helgina í myndinni Counsellor.