Ant-Man á eftir Thor 2

Marvel kitlaði teiknimyndasöguaðdáendur á Comic-Con hátíðinni sem fór fram vestanhafs fyrir stuttu með óljósum yfirlýsum og lógóum fyrir Ant-Man. Þeir pössuðu sig samt á því að gefa ekki upp neinar upplýsingar um stöðu myndarinnar, þ.e. tökudagsetningar, útgáfudagsetningar eða leikaralið. Nú er hins vegar ljóst að tökur munu fara fram snemma á næsta ári.

Greint hefur verið frá því að Marvel hyggur á tökur í London strax eftir að tökum á Thor: The Dark World lýkur. Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en Edgar Wright. Þegar hann hefur lokið sér af með nýjustu mynd Simon Pegg og Nick Frost, sem ber nafnið The World’s End, mun hann greinilega demba sér beint í Ant-Man. Við megum því búast við myndinni, að öllum líkindum, um vor eða sumar árið 2014.

Fyrir þá sem ekki vita þá fjalla teiknimyndasögurnar Ant-Man um vísindamanninn Hank Pym sem tekst að breyta stærð sinni eftir hentugleika. Pym bjó síðan til hjálm sem gerir honum kleift að ráða yfir her maura og berjast gegn illum öflum.

Hvað segja menn (og konur). Eruði spennt fyrir ofurhetjumynd um Ant-Man ? Ég veit sjálfur ekki hvað mér finnst þetta, ég er ennþá að reyna að kyngja því hversu fáránlegur söguþráðurinn á bakvið Mauramanninn er.

Stikk: