Agnarsmátt plakat fyrir Ant-Man

Fyrsta plakatið fyrir Ant-Man var opinberað í dag. Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman-myndunum og I Love You Man mun leika Scott Lang, sem er einnig kenndur við Ant-Man.

Plakatið er fremur óhefbundið í sniðum vegna þess að aðalpersónan er ekki sýnileg. Markaðssérfræðingar kvikmyndaversins Marvel hafa leikið sér mikið að þessari hugmynd og gáfu út stiklu sem var ekki hægt að horfa á sökum þess hversu hún er smá.

Tímaritið Entertainment Weekly tók á það ráð að útvega sér stækkunargleri og þá loksins sást Rudd í hlutverki mauramannsins.

Hér að neðan má sjá plakatið og svo fyrir neðan má sjá útgáfu Entertainment Weekly.

antman-plakat ant-man-plakat2

Stikk: