Barist fyrir ástinni með fullar hendur – Stafræn myndasaga aðgengileg

Spennu- og gamanmyndin Guns Akimbo hefur vakið talsverða athygli í kjölfar frumsýningarinnar á kvikmyndahátíðinni í Toronto í fyrra. Myndin er frumsýnd um helgina og skartar hinum góðkunna Daniel Radcliffe í aðalhlutverki, en í kjölfar velgengni Harry Potter-seríunnar hefur leikarinn verið þekktur fyrir skrautleg hlutverk og frumlegar kvikmyndir. Sem dæmi má nefna Swiss Army Man, Horns og Imperium og skipar Guns Akimbo sér rakleiðis í þennan hóp, enda hefur afrakstrinum verið víða hrósað fyrir stílhreina nálgun, flottan myndasögufíling og hressilegan húmor.

Myndin gerist í ýktri en nálægðri framtíð. Racfliffe leikur hinn stefnulausa Miles, sem er fastur í glötuðu starfi, og er enn ástfanginn af gömlu kærustunni, Nova. Honum óafvitandi hefur glæpagengið Skizm sett af stað lífshættulega keppni inni í borginni, þar sem ókunnugt fólk mætist í bardaga og berst allt til dauða. Leikurinn er síðan sendur út í beinni útsendingu á netinu.

Dag einn vaknar Miles og uppgötvar að hann er gæddur tveimur skammbyssum, sem festar hafa verið við hendur hans. Miles dregst því inn í leikinn og þarf þar að berjast fyrir lífi sínu. Þarna kemur það sér að góðum notum fyrir Miles hvað hann er öflugur í að koma sér undan vandamálum, og smýgur úr greipum óvinar síns í keppninni. En þegar Nova er rænt, þá þarf hann að hætta að flýja. Nú þarf hann að yfirstíga óttann og bjarga stúlkunni sem hann elskar.

Myndin verður sýnd í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri.

Má geta þess að snillingarnir hjá Madefire gerðu stafræna myndasögu sem byggð er á handriti Guns Akimbo. Þú getur nálgast stafrænu myndasöguna hér.