Nýtt í bíó – Línudans

Ný íslensk heimildarmynd, Línudans, verður frumsýnd á morgun þriðjudaginn 28. febrúar kl. 18 í Bíó paradís.

Myndin fjallar um baráttu bænda gegn lagningu háspennulínu sem mun, að óbreyttu, skera tugi bújarða í sundur og hafa neikvæð áhrif á lífsgæði, eins og segir í tilkynningu frá framleiðendum.

Hversu lengi getur samstaðan haldið ef einstökum landeigendum berast gylliboð? Hvaða vopnum verður beitt næst? Í Línudansi fylgjumst við með íslenska bóndanum í eldlínu dramatískra átaka.

Kíktu á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan: