Flugferð endar illa – The Mummy – Fyrsta stikla!

Múmían, eða The Mummy, fyrsta myndin úr svokallaðri skrímslaseríu Universal kvikmyndaversins, er væntanleg á hvíta tjaldið á næsta ári. Stutt er síðan við birtum fyrstu kitlu og fyrsta plakat úr myndinni og nú hefur fyrsta stiklan í fullri lengd litið dagsins ljós.

Stiklan hefst með flugferð sem endar með ósköpum, farþegar hringsnúast og vélin steypist til jarðar.

mummy

Brendan Fraser, aðalleikari síðustu Mummy mynda, er nú fjarri góðu gamni, en annar traustur hasarleikari er kominn í hans stað, sjálfur Tom Cruise.

Í stiklunni sjáum við Kingsman og Star Trek Beyond leikkonuna Sofia Boutella í hlutverki sjálfrar múmíunnar, og Russell Crowe í hlutverki Dr. Jekyll.

phhmldhn0uifkl_1_l

Söguþráður myndarinnar er þessi: Þó að hún hafi verið kirfilega jörðuð í grafhvelfingu djúpt í iðrum eyðimerkurinnar, þá vaknar forn drottning, sem var svipt örlögum sínum á óréttlátan hátt, upp í nútímanum, og með henni fylgir gríðarleg reiði og vond orka, sem safnast hefur upp þessi árhundruð sem hún hefur legið í gröf sinni. Frá söndum Mið-austurlanda í gegnum falin völundarhús undir Lundúnaborg nútímans, þá er hér á ferðinni óvænt spenna, undur og óvæntir hlutir, í hugvitsamlegri nýrri útgáfu, sem gerist í nýjum heimi guða og skrímsla…

Í kjölfar The Mummy eru væntanlegar fleiri skrímslamyndir, eins og mynd um Dr. Jekyll, með Crowe í titilhlutverkinu, mynd um ósýnilega manninn, sem Johnny Depp mun leika, auk þess sem sagt er að Javier Bardem muni leika Frankenstein í sérstakri mynd.

Leikstjóri The Mummy er Alex Kurtzman. Myndin kemur í bíó 9. júní  nk.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: