Nýtt í bíó – Tröll

Hin litríka teiknimynd Tröll verður frumsýnd á morgun fimmtudaginn 20. október, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

„Frá þeim sem færðu okkur Shrek kemur litríkasta teiknimyndaævintýri ársins. Lukkutröllin fagurhærðu eru mætt og leyfa okkur að líta inn í veröld fulla af litríkum, undursamlegum og ógleymanlega fyndnum verum,“ segir í tilkynningu frá Senu.

trollin

Við fáum að kynnast drottningu lukkutröllanna, Poppí, sem mætir öllu með bjartsýni og söng. Hún þarf að taka höndum saman með hinum fúllynda Brans, sem býst ávallt við hinu versta. Við fáum einnig að sjá hina grátbroslegu, svartsýnu og ógurlegu bögga sem geta aðeins orðið ánægðir ef þeir fá tröll í matinn.

Sjáðu íslenska stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Í myndinni eru lög eftir tónlistarmanninn og leikarann Justin Timberlake sem talar fyrir Brans. Anna Kendrick talar fyrir Poppí. Meðal íslenskra leikara eru Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Katrín H. Sigurðardóttir, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson og Salka Sól.

trol