300 á toppnum

300-rise-of-an-empire-poster1Framhaldsmyndin 300: Rise of an Empire trónir á toppi vinsældalista helgarinnar yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar í kvikmyndahúsum landsins.

Í 300: Rise of an Empire, þá notar persneska drottningin Artemisia, sem leikin er af Eva Green, allan sjóher sinn til að ráðast á Grikki, en leiðtogi þeirra er stjórnmálamaðurinn og hershöfðinginn Themistocles, sem leikinn er af Sullivan Stapleton. Sverð, axir, bogar og örvar, hnífar, eldur, skip, hestar, dauði og eyðilegging, kemur allt við sögu í myndinni.

Fyrsta myndin, 300, sló í gegn þegar hún var frumsýnd árið 2006, en myndinni var leikstýrt af Zack Snyder, leikstjóra Man of Steel, og var með Gerard Butler í aðalhlutverkinu.

Vinsældir framhaldsmyndarinnar hafa komið mörgum að óvörum því hún hefur ekki fengið góðar viðtökur gagnrýnenda.

Rétt á eftir Rise of an Empire koma teiknimyndirnar Mr. Peabody and Sherman og Lego The Movie. Sú fyrrnefnda fjallar um strákinn Sherman sem kippir sér ekkert upp við það þótt eigandi hans sé hundur enda er honum boðið upp á ótal ævintýri strax frá byrjun. Á meðal þeirra eru ferðalög í tímavél sem Mr. Peabody hefur smíðað og gerir farþegum kleift að hitta hvaða fyrirmenni sem er úr fortíðinni og sjá marga af merkustu atburðum sögunnar gerast með eigin augum.

Hasarmyndin Non-Stop með Liam Neeson í aðalhlutverki fylgir svo á eftir í fjórða sæti listans, en hún fjallar um fluglögreglumann sem þarf að glíma við óþekktan aðila sem sendir honum textaskilaboð þess efnis að hann muni myrða einn farþega um borð á 20 mínútna fresti héðan í frá uns látið verði að kröfum hans. Þær kröfur snúast í fyrstu um að himinhá peningaupphæð verði lögð inn á ákveðinn reikning, en svo fara hlutirnir að snúast við þegar líða fer á.

top nuna